Martin Keown hefur nefnt leikmann sem leikmenn Arsenal get ekki treyst á eftir 2-2 jafntefli við Sporting Lisbon í vikunni.
Arsenal og Sporting gerðu 2-2 jafntefli í Evrópudeildinni en Matt Turner var í marki Arsenal en hann er varamarkmaður liðsins.
Bandaríkjamaðurinn átti ekki frábæran leik og virkaði stressaður og átti mögulega þátt í báðum mörkum heimaliðsins.
Keown segir að leikmenn Arsenal geti ekki treyst Turner sem hefur aðeins spilað sjö leiki á tímabilinu.
,,Ef þú horfir á það sem átti sér stað, markmaðurinn kemur út og bakkar svo. Hann gerir út um hafsentana sína þannig. Ég get sagt ykkur hvað ég myndi gera í næsta atviki, ég myndi skalla boltann og taka út minn eigin markamnn ef þess er þörf, ég get ekki treyst honum,“ sagði Keown.
,,Aaron Ramsdale hefði farið að boltanum og reddað þessu en þetta er markmaður sem hefur ekki spilað mikinn fótbolta svo við þurfum að gefa honum smá skilning. Hann þarf samt að læra, er það ekki? Hann þarf að læra fljótlega.“