Það er búist við því að Luis Diaz, leikmaður Liverpool, snúi aftur til æfinga í næstu viku.
Diaz hefur ekkert spilað fyrir Liverpool síðan í október gegn Arsenal en hann fór í aðgerð vegna meiðsla í hné.
Þessi 26 ára gamli leikmaður er á góðum batavegi og er útlit fyrir að hann verði klár síðar í mánuðinum.
Liverpool er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti og mun græða verulega á að fá Luiz inn heilan.
Diaz kom til Liverpool 2022 frá Porto og hefur síðan þá skorað sjö mörk í 21 deildarleik.