Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur tjáð sig um stöðu varnarmannsins Joao Cancelo.
Cancelo var lengi í uppáhaldi hjá Guardiola í Manchester en var óvænt lánaður til Bayern í janúarglugganum.
Cancelo byrjaði gríðarlega vel hjá Bayern en hefur verið á bekknum í undanförnum leikjum.
Um er að ræða einn besta bakvörð heims og er í raun stórfurðulegt að ekkert lið virðist geta notað hans kraft rétt.
,,Hann er hjá Bayern Munchen. Í lok tímabils þá munum við skoða stöðuna,“ sagði Guardiola.
,,Joao er leikmaður sem spilar fyrir Bayern Munchen,“ bætti Guardiola við aðspurður út í stöðu Cancelo hjá Bayern.