fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
433Sport

Fabregas útskýrir af hverju hann sneri ekki aftur til Arsenal – ,,Held hann hafi verið smá særður“

Victor Pálsson
Laugardaginn 11. mars 2023 20:11

Eiður Smári Guðjohnsen og Cesc Fabregas / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cesc Fabregas hefur aftur opnað sig um af hverju hann gekk ekki í raðir Arsenal árið 2014 er hann yfirgaf Barcelona.

Fabregas lék með Arsenal frá 2003 til 2011 en lék svo með Barcelona í þrjú ár og samdi svo við Chelsea, nágranna Arsenal.

Arsene Wenger, þáverandi stjóri Arsenal, vildi ekki fá Fabregas aftur til félagsins en hann taldi sig ekki hafa not fyrir Spánverjann.

,,Ég vildi svo mikið fara aftur í ensku úrvalsdeildina og hafði sagt sjálfum mér að þegar ég myndi kveðja Barcelona þá yrði Arsenal númer eitt,“ sagði Fabregas.

,,Þeir höfðu viku til að svara mér. Við ræddum við Arsenal og sögðum þeim að ég væri á förum og að þeir hefðu viku til að ákveða sig. Í heila viku gat ég ekki rætt við neitt annað félag.“

,,Eftir viku þá hringdum við í Arsene og hann hafði hugsað sig um – hann tjáði mér að þeir væru með marga leikmenn í þessari stöðu eins og Mesut Özil, Santi Cazorla, Jack Wilshere og Aaron Ramsey.“

,,Hann sagðist þurfa að spila einhverjum út úr stöðu til að fá mig en ég held að hann hafi einnig verið smá særður yfir því hvernig ég yfirgaf félagið og allt það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Breytingar í vændum á ensku deildarkeppninni?

Breytingar í vændum á ensku deildarkeppninni?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Goðsögn Manchester United vill sjá Pogba snúa aftur

Goðsögn Manchester United vill sjá Pogba snúa aftur