Crystal Palace 0 – 1 Man City
0-1 Erling Haaland(víti, ’78)
Manchester City vann tæpan sigur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Crystal Palace.
Í gegnum árin hefur Palace reynst nokkuð erfiður andstæðingur fyrir Man City og veitti liðinu enn og aftur keppni.
Aðeins eitt mark var skorað en það gerði Norðmaðurinn Erling Haaland úr vítaspyrnu í seinni hálfleik.
Haaland var að skora sitt 28. mark á tímabilinu og tryggði gestunum mikilvæg þrjú stig í titilbaráttunni.