Paris Saint-Germain hefur áhuga á að kaupa Bernardo Silva frá Manchester City í sumar.
Það er franska blaðið L’Equipe sem greinir frá þessu.
PSG féll úr leik í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag af hendi Bayern Munchen. Þetta var í fimmta skiptið á síðustu sjö árum sem liðið dettur úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar, þrátt fyrir að peningum sé dælt í liðið á hverju sumri.
Talið er að félagið ætli að bregðast við með því að ná sér í stórt nafn í sumar og þar er Silva á blaði.
Silva, sem er 28 ára gamall, hefur mikið verið orðaður við Barcelona einnig.
Portúgalinn hefur verið á mála hjá City síðan 2017 og á hann tvö ár eftir af samningi sínum þar.