Bæði Ian Wright og Alan Shearer neita að mæta sem þáttastjórnendur í þættinum Match of the Day sem er sýndur á BBC á laugardögum.
Þessir fyrrum knattspyrnumenn hafa báðir staðfest það á samskiptamiðlinum Twitter.
Ástæðan er sú að Gary Lineker, aðal þáttastjórnandinn, hefur verið látinn stíga til hliðar eftir ummæli sem hann lét falla í vikunni.
Lineker hefur lengi séð um að stýra þættinum en var tjáð að stíga til hliðar eftir ummæli sem hann lét falla um flóttafólk og nýju stefnu ríkisstjórnarinnar í Bretlandi.
Lineker hefur ekki beðist afsökunar á ummælum sínum og ákvað breska ríkisútvarpið, BBC, að taka hart á málinu.
Shearer og Wright standa með Lineker og hafa báðir sýnt stuðning opinberlega og munu ekki mæta til leiks á morgun.
Well, it’s been an interesting couple of days. Happy that this ridiculously out of proportion story seems to be abating and very much looking forward to presenting @BBCMOTD on Saturday. Thanks again for all your incredible support. It’s been overwhelming.
— Gary Lineker 💙💛 (@GaryLineker) March 9, 2023
Everybody knows what Match of the Day means to me, but I’ve told the BBC I won’t be doing it tomorrow. Solidarity.
— Ian Wright (@IanWright0) March 10, 2023
I have informed the BBC that I won’t be appearing on MOTD tomorrow night.
— Alan Shearer (@alanshearer) March 10, 2023