fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
433Sport

Sjáðu myndbandið: Pirraður Ronaldo missti stjórn á skapi sínu eftir toppslaginn í gær

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 10. mars 2023 07:50

Mynd:Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Portúgalska knattspyrnugoðsögnin Cristiano Ronaldo, fyrirliði Al-Nassr í Sádi Arabíu, var allt annað en sáttur með frammistöðu liðsins í gærkvöldi þegar að Al-Nassr þurfti að sætta sig við tap á heimavelli í toppslag deildarinnar gegn Al-Ittihad.

Myndbandsupptökur af því sem átti sér stað eftir leik varpa ljósi á það hversu mikill keppnismaður Ronaldo, sem hefur unnið fjöldan allan af titlum á sínum ferli, er. Sem fyrirliði og leikmaður Al-Nassr var hann auðsjáanlega allt annað en sáttur við frammistöðu liðsins í leiknum.

Hann gat síðan ekki hamið skap sitt er hann nálgaðist leikmannagöngin og lét reiði sína bitna á hrúgu vatnsflaska sem lágu á hliðarlínunni.

Sigur Al-Ittihad á Al-Nassr í nótt sér til þess að breyting verður á toppi Sádi-Arabísku deildarinnar. Al-Ittihad situr nú í toppsætinu með 47 stig, einu stigi meira en Al-Nassr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nánast tómt veskið hjá United fyrir sumarið og tveir lykilmenn eru til sölu

Nánast tómt veskið hjá United fyrir sumarið og tveir lykilmenn eru til sölu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Geir minnist Ellerts sem lést á dögunum með fallegum orðum – „Bað menn ekki tvisvar um sama verkið en tók neitun góða og gilda“

Geir minnist Ellerts sem lést á dögunum með fallegum orðum – „Bað menn ekki tvisvar um sama verkið en tók neitun góða og gilda“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Reyna að fá Trippier frá Newcastle

Reyna að fá Trippier frá Newcastle
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Slot sáttur þó hópurinn hafi ekki verið styrktur

Slot sáttur þó hópurinn hafi ekki verið styrktur
433Sport
Í gær

Sagt að Rashford hafi þegar tekið ákvörðun um framtíðina

Sagt að Rashford hafi þegar tekið ákvörðun um framtíðina
433Sport
Í gær

Efnilegur leikmaður framlengir við Liverpool en er farinn á láni

Efnilegur leikmaður framlengir við Liverpool en er farinn á láni
433Sport
Í gær

Dregið hjá U21 á fimmtudag – Þetta eru mögulegir andstæðingar Íslands

Dregið hjá U21 á fimmtudag – Þetta eru mögulegir andstæðingar Íslands
433Sport
Í gær

Frakkinn kynntur til leiks í London

Frakkinn kynntur til leiks í London