Marcus Rashford var valinn leikmaður febrúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta er í þriðja sinn sem Rashford hlýtur nafnbótina á þessari leiktíð. Það gerði hann einnig í september og janúar.
Rashford er að eiga stórkostlegt tímabil. Í síðasta mánuði skoraði hann í öllum fjórum leikjum United í deildinni, þar af tvö gegn Leicester.
Aðeins Mohamed Salah hefur verið valinn leikmaður mánaðarins þrisvar sinnum á einni leiktíð.
BREAKING: Marcus Rashford has been named EA SPORTS Player of the Month for February 🌟 pic.twitter.com/hl4OTFnp81
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 10, 2023