Magnað myndband gengur nú um samfélagsmiðla þar sem stuðningsmaður West Ham tekur kókaín af skallanum á öðrum stuðningsmanni í stúkunni á leik liðsins gegn Larnaca á Kýpur.
Michail Antonio skoraði bæði mörk West Ham í 0-2 sigri. Um var að ræða fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar.
Myndband frá vellinum hefur svo vakið mikla athygli. Þar samþykkir sköllóttur maður það að kókaínskafl sé geymdur á hausnum á honum. Annar stuðningsmaður kom svo og innbyrti hann.
Menn höfðu gaman að þessu kolólöglega athæfi. Nokkrir hafa þó verið settir í bann frá leikjum liðsins í tengslum við athæfið.
Sjón er sögu ríkari. Myndband er hér að neðan.
England, My England pic.twitter.com/d9HlILEBsc
— The Upshot (@UpshotTowers) March 10, 2023