Kylian Mbappe, leikmaður Paris Saint-Germain, klæddist sérstökum skóm í leik gegn Bayern Munchen á miðvikudag.
Mbappe er orðinn markahæsti leikmaður í sögu PSG og yfirtók Edinson Cavani sem var áður á toppnum.
Cavani skoraði 200 mörk fyrir PSG á sínum tíma þar en Mbappe er kominn með 201 mark, aðeins 24 ára gamall.
Því miður fyrir Mbappe er liðið úr leik í Meistaradeildinni eftir 2-0 tap og 3-0 tap samanlagt.
Mynd af skónum má sjá hér en þar er fagnað meti leikmannsins.