Emre Can, leikmaður Borussia Dortmund, ræddi við blaðamenn í vikunni eftir tap gegn Chelsea í Meistaradeildinni.
Dortmund tapaði 2-0 gegn Chelsea í 16-liða úrslitum en liðið hafði unnið fyrri leikinn 1-0 á heimavelli.
Chelsea fékk vítaspyrnu í leiknum og eftir klúður fékk liðið að endurtaka spyrnuna sem Kai Havertz skoraði úr.
Can segir að dómari leiksins hafi verið mjög hrokafullur og að hann hafi ekki sinnt starfi sínu nægilega vel.
,,Við áttum ekki skilið að tapa, það var dómaranum að kenna,“ sagði Can við Amazon Prime.
,,Að gefa þeim vítaspyrnuna aftur, að þeir fái að taka hana aftur, hvernig er það mögulegt? Ég skildi ekkert í þessu.“
,,Dómarinn var virkilega slæmur. Hvernig hann talaði við okkur, hann var svo hrokafullur.“