Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, tjáði sig um hneyksli Kyle Walker, leikmanns liðsins, á blaðamannafundi fyrr í dag.
Walker var gripinn á bar um síðustu helgi við að bera lim sinn og kyssa konu sem ekki er eiginkona hans.
Eiginkonan, Annie Kilner, er allt annað en sátt og íhugar framtíð hjónabandsins. Þetta yrði ekki fyrsta hneykslið sem hún þyrfti að fyrirgefa Walker fyrir. Hann er vandræðagemsi og hefur til að mynda áður haldið framhjá henni.
„Þetta er einkamál sem verður leyst innanbúðar. Þetta er ekki staðurinn til að ræða þetta,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi City í aðdraganda leiksins við Crystal Palace á morgun.
Guardiola varar hins vegar unga leikmenn við að koma sér í slíka stöðu.
„Þegar þú opnar dyrnar heima hjá þér verður þú að átta þig á að þú ert í upptöku. Svona er samfélagið.“