Kai Havertz, leikmaður Chelsea, hefur staðfest það að leikmenn Chelsea standi algjörlega við bakið á stjóranum, Graham Potter.
Potter hefur sterklega verið orðaður við sparkið hjá Chelsea eftir erfitt gengi en liðið er nú komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir sigur á Dortmund á þriðjudag.
Havertz elskar að vinna með Potter og segir að aðrir leikmenn liðsins séu á sama máli.
,,Auðvitað vitum við af pressunni heima fyrir en það er hægt að sjá að hann [Potter] er maður fyrir stóru augnablikin, ég get ekki trúað hversu margir tala um hann,“ sagði Havertz.
,,Það eru hundruðir þjálfara á Englandi og þeir halda allir að þeir viti betur en hann! Við vitum að í klefanum er hann með stóran persónuleika og er mikilvægur fyrir okkur.“
,,Hann hjálpar okkur mikið, mér líka. Við erum 100 prósent á bakvið hann jafnvel þó fólk sjái það ekki.“