Harry Kane er efstur á óskalista Manchester United fyrir sumarið, en þetta kemur fram á vef The Guardian.
Samningur Kane við Tottenham rennur út eftir næstu leiktíð. Hann hefur ekki enn unnið titil á ferli sínum og ekki breytist það í ár.
United sér Kane sem leikmann sem er með reynslu af því að skora mikið af mörkum í ensku úrvalsdeildinni og myndi strax smella inn í hlutina á Old Trafford.
Talið er að Bayern Munchen fylgist einnig með gangi mála hjá Kane.
Victor Osimhen er næsti framherji á blaði ef Kane kemur ekki til United í sumar.
Félagið þyrfti þó að gera ráð fyrir að hann mun þurfa tíma til að aðlagast enska boltanum.
Nígerski framherjinn hefur raðað inn mörkum fyrir Napoli í vetur.