Chelsea hefur áhuga á að fá Bruno Guimaraes til félagsins frá Newcastle, ef marka má frétt The Telegraph.
Todd Boehly hefur eytt svakalegum upphæðum í nýja leikmenn frá því hann keypti Chelsea fyrir um ári síðan.
Félagið gerði Enzo Fernandez til að mynda að dýrasta leikmanni í sögu enska boltans þegar hann kom frá Benfica í janúar.
Þrátt fyrir það gæti Chelsea fengið annað miðjumann í sumar því bláliðar vilja Guimaraes frá Newcastle miðað við nýjustu fréttir.
Guimaraes er 25 ára gamall Brasilíumaður og hefur verið á mála hjá Newcastle í rúmt ár.
Hann er samningsbundinn til 2026 og hefur átt frábært tímabil. Hann verður því ekki ódýr.
Guimaraes er þó sagður opinn fyrir því að skrifa undir nýjan samning við Newcastle, en þar er nóg til.