Manchester United er komið með annan fótinn inn í 8 liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir sannfærandi sigur á Real Betis á heimavelli í kvöld.
Marcus Rashford kom heimamönnum yfir áður en Ayoze Perez jafnaði leikinn fyrir gestina og stóðu leikar þannig í hálfleik.
Antony, Bruno Fernandes og Wout Weghorst sáu svo um að skora mörkin í síðari hálfleik og tryggja United 4-1 sigur.
Juventus vann 1-0 sigur á Freiburg þar sem Paul Pogba var í agabanni en Angel di Maria skoraði eina mark leiksins.
Úrslit kvölsins eru hér að neðan.
Úrslit kvöldsins:
Manchester United 3 – 1 Real Betis
Juventus 1 – 0 Freiburg
Shaktar Donetsk 1 – 1 Feyenoord
Sevilla 2 – 0 Fenerbache