Paul Pogba miðjumaður Juventus hefur upplifað ansi erfiða tíma í endurkomu sinni hjá ítalska félaginu. Pogba lék sinn fyrsta leik í síðustu viku eftir löng meiðsli.
Pogba átti að vera í leikmannahópi Juventus í kvöld í Evrópudeildinni gegn Freiburg. Max Allegri stjóri liðsins hefur hins vegar vísað kappanum úr hópnum.
Pogba mætti of seint til liðs við hóp Juventus í gærkvöldi og braut þar með þær agareglur sem Allegri er með.
Sögur hafa verið á kreiki um að Juventus hafi áhuga á að rifta samningi Pogba í sumar.
Franski miðjumaðurinn kom frítt til Juventus síðasta sumar eftir sex ára dvöl hjá Manchester United.
Paul Pogba has not been called up for Europa League game vs Freiburg due to disciplinary reasons 🚨⚪️⚫️🇫🇷 #UEL
No new injuries — but Pogba arrived late yesterday evening and he won’t be part of Juventus list. pic.twitter.com/Ag6CjW56Cb
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 9, 2023