Stuðningsmaður West Ham sem féll úr rútu á hraðbraut í Kýpur er haldið sofandi á sjúkrahúsi og er þungt haldinn samkvæmt fréttum. Maðurinn var ásamt fimm öðrum stuðningsmönnum West Ham í lítilli rútu þegar hann féll frá borði.
Maðurinn er þungt haldinn en hann var mættur til Kýpur til að sjá leik West Ham gegn AEK Larnaca í Sambandsdeildinni í kvöld.
Í fjölmiðlum í Kýpur segir að maðurinn hafi verið drukkinn og með tæplega 2 grömm af kókaíni á sér þegar hann féll úr rútunni.
Lögreglan greinir frá því hvernig maðurinn féll frá borði. „Hann virðist hafa opnað gluggann og sest á kantinn og misst jafnvægið og féll til jarðar,“ segir lögreglan.
„Hann var með fjóra litla poka á sér innihalda kókaín og voru vigtaðir 1,5 gramm,“ segir lögreglan einnig.
32 ára ökumaður rútunnar hefur verið handtekinn en við lyfjapróf fannst kókaín í blóði hans.