Furðulegt myndband er í dreifingu þar sem Gerard Pique, fyrrum leikmaður Barcelona, neitar að færa sig úr sæti sínu á leik til að leyfa Frenkie de Jong og unnustu hans, Mikky Kiemeney, að sitja saman.
De Jong er leikmaður Barcelona og voru þeir Pique liðsfélagar.
Pique, sem hefur verið mikið í umræðunni eftir skilnaðinn við Shakiru, var hins vegar allt annað en vinalegur þegar De Jong bað hann um að skipta um sæti svo hann gæti setið með unnustu sinni.
Hann harðneitaði og var hinn 25 ára gamli De Jong bersýnilega steinhissa.
Þá virkaði Kiemeney allt annað en sátt.
Þetta stórfurðulega atvik má sjá hér að neðan.
— Cule (@Culeeditsbr) March 8, 2023