Jannik Vestergaard varnarmaður Leicester má ekki lengur mæta á æfingar eftir að hafa ákveðið að hjóla í Brendan Rodgers, stjóra liðsins.
Vestergaard gagnrýndi Rodgers harkalega fyrir að spila sér ekki meira og gagnrýndi liðsval hans í heild.
Leicester er í fallbaráttu en danski landsliðsmaðurinn hefur aðeins spilað þrjá leiki á þessu tímabili.
Vestergaard er á sínu öðru ári hjá Leicester en hefur ekki byrjað leik síðan í janúar árið 2022.
Rodgers hefur skipað Vestergaard að halda sig frá æfingasvæði félagsins og ljóst að hann fer líklega frá félaginu í sumar.
Vestergaard gat farið frá Leicester í janúar en kaus að gera það ekki þar sem eiginkona hans var á barmi þess að fæða barn á þeim tíma og var ráðlagt að ferðast ekki.