Landsliðshópur Íslands fyrir fyrstu leikina í undankeppni Evrópumótsins 2024 verður opinberaður á næsta miðvikudag.
Íslenska liðið hefur keppnina á tveimur útileikjum gegn Bosníu og síðan Liechtenstein.
Arnar Þór Viðarsson þjálfari liðsins mun að öllum líkindum velja 23 manna leikmannahóp í þetta verkefni.
Mesta umræðan fyrir valið er í kringum Albert Guðmundsson, leikmann Genoa sem ekki hefur verið valinn í síðustu verkefnum. Arnar Þór hefur sagt frá því að hugarfar Alberts hafi ekki verið gott og því hafi hann ákveðið að hætta að velja hann.
Arnar hefur hins vegar ekki lokað á það að velja Albert aftur en hefur látið hafa eftir sér að sóknarmaðurinn þurfi að hafa frumkvæði af slíkri endurkomu.