Stjórn Paris Saint-Germain og forsetinn Nasser Al-Khelaifi munu hittast og ræða framtíð knattspyrnustjórans Christophe Galtier á næstunni.
Í gær féll liðið úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu enn eitt árið þegar það tapaði gegn Bayern Munchen.
Yfirleitt vinnur PSG frönsku deildina en allt kapp er sett í Meistaradeildina. Það þykir því ekki ásættanlegt að liðið detti út snemma þar.
Því er starf Galtier í hættu.
Relevo heldur því fram að Thomas Tuchel gæti næst tekið við sem stjóri PSG.
Hann gegndi starfinu frá 2018-2020, áður en hann tók svo við Chelsea.
Tuchel hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá Chelsea í haust.