Þau tíðindi berast frá Englandi að Manchester United sé byrjað að skoða kaup á Mason Mount miðjumanni Chelsea.
Samningaviðræður Mount við Chelsea hafa ekki gengið eftir og fjöldi liða hefur áhuga á honum.
Segir í fréttum að United skoði Mount sem afar góðan kost takist félaginu ekki að fá Jude Bellingham sem er mjög eftirsóttur.
Mount er einnig orðaður við Newcastl og Liverpool en hann er sagður íhuga það alvarlega að fara frá Chelsea í sumar.
Mount hefur verið langt frá sínu besta á þessu tímabili en hann á fast sæti í enska landsliðshópnum og hefur gert vel þar.