Mikel Arteta hefur tjáð sig um fréttir þess efnis að Real Madrid hafi áhuga á að ráða sig til starfa.
Samkvæmt frétt Blanca Remontada á Spáni er Florentino Perez forseti Real Madrid að skoða það að reka Carlo Ancelotti úr starfi.
Perez hefur verið ósáttur með ákvarðanir Ancelotti undanfarnar vikur sem virðast ætla að kosta liðið spænska titilinn.
Blanca Remontada segir að Perez horfi til þess að ráða Arteta, sem hefur verið að gera frábæra hluti hjá Arsenal, í starfið. Hann sé efstur á blaði forsetans.
„Ég er algjörlega einbeittur á það sem ég er að gera hér hjá Arsenal,“ segir Arteta.
„Ég er ótrúlega glaður, stoltur og þakklátur fyrir að vera hjá þessu knattspyrnufélagi.“
Undir stjórn Arteta er Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stiga forskot á Manchester City.