Arsenal lenti í vandræðum í Evrópudeildinni í kvöld er liðið heimsótti Sporting Lisbon í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum.
Mikel Arteta ákvað að gera nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu og spilaði Jakub Kiwior sinn fyrsta leik.
William Saliba kom gestunum frá Arsenal yfir áður en heimamenn komust í 2-1 forystu en Hidemasa Morita skoraði sjálfsmark og jafnaði fyrir Arsenal.
Í öðrum úrslitum var það áhugaverðast að Roma vann 2-0 sigur á Real Sociedad. Úrslit dagsins eru að neðan en fjórir leikir fara fram í kvöld.
Úrslit dagsins:
Bayer Leverkusen 2 – 0 Ferencvaros
Sporting Lisbon 2 – 2 Arsenal
Roma 2 – 0 Real Sociedad
Union Berlin 3 – 3 Union St.Gilloise