Tveir leikir fara fram í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld og um er að ræða seinni leiki í einvígum umferðarinnar. Paris Saint-Germain þarf að vinna upp eins mark forskot Bayern Munchen ætli liðið sér að komast áfram í átta liða úrslit og þá hefur Tottenham harma að hefna gegn A.C. Milan.
Í Munchen í Þýskalandi taka heimamenn í Bayern Munchen á móti franska stórliðinu Paris Saint-Germain. Um sannkallaðan stórleik er að ræða en fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Bayern.
PSG verður án eins af stjörnuleikmönnum sínum, brasilíska knattspyrnustjarnan Neymar verður frá út tímabilið vegna meiðsla.
Byrjunarlið Bayern Munchen:
✨♦️ 𝗦𝗧𝗔𝗥𝗧𝗘𝗟𝗙 ♦️✨
Mit dieser 𝐗𝐈 ins Rückspiel gegen Paris! 👊#packmas #FCBPSG #UCL pic.twitter.com/QlGRs90CEc
— FC Bayern München (@FCBayern) March 8, 2023
Byrjunarlið Paris Saint-Germain:
🆗 The Parisian starting lineup for the Champions League round of 16 2nd leg! 🔴🔵#FCBPSG I @EASPORTSFIFA pic.twitter.com/hsCZatnocj
— Paris Saint-Germain (@PSG_English) March 8, 2023
Í Norður-Lundúnum fer síðan fram annar stórleikur þegar að heimamenn í Tottenham Hotspur taka á móti A.C. Milan frá Ítalíu. Fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri A.C. Milan.
Byrjunarlið Tottenham:
Your Spurs team this evening 👊#UCL pic.twitter.com/RKQrQN6oBY
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) March 8, 2023
Byrjunarlið A.C. Milan: