Tveimur einvígum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Bayern Munchen og A.C. Milan tryggðu sig áfram í 8-liða úrslit keppninnar. Paris Saint-Germain og Tottenham sitja eftir með sárt ennið.
Í Munchen í Þýskalandi mættust heimamenn í Bayern Munchen og franska stórliðið Paris Saint-Germain. Fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Bayern.
Fyrsta mark leiksins kom á 61. mínútu, það skoraði fyrrum leikmaður Paris Saint Germain, Eric Maxim Choupo-Moting fyrir Bayern Munchen.
Það var síðan Þjóðverjinn Serge Gnabry sem rak smiðshöggið á frábæran sigur Bayern Munchen með marki á 89. mínútu eftir stoðsendingu frá Joao Cancelo.
Þýska liðið tryggði sér því áfram með samanlögðum 3-0 sigri úr einvígi liðanna. Stjörnu prýtt lið PSG er því dottið úr leik og þarf enn einu sinni að sætta sig við tímabil án þess að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn.
Í Norður-Lundúnum tóku heimamenn í Tottenham Hotspur á móti ítalska stórliðinu A.C. Milan. Fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri A.C. Milan.
Ekkert mark var skorað í leik liðanna í kvöld og því fer A.C. Milan áfram í átta liða úrslit keppninnar með marki skoruðu úr fyrri leiknum.
Leikmenn Tottenham sitja eftir með sárt ennið.