Enska götublaðið The Sun fullyrðir að lögreglan í Manchester muni hefja rannsókn á máli Kyle Walker og kalla hann til yfirheyrslu.
Walker sem er giftur maður fór með vinum sínum út á lífið á sunnudag en en um klukkan 19:00 reif hann lim sinn út á bar í Manchester.
Walker sást einnig í kringum aðrar konur en hann gæti ætt von á ákæru fyrir að taka lim sinn út á almannafæri.
Óvíst er hvernig málið hefur snert heimilislíf Walker en eiginkona hans Annie Kilner hefur fyrirgefið ýmsilegt í gegnum tíðina, hún tók aftur við honum eftir framhjáhald árið 2019.
Árið 2020 varð fyrirsætan Lauryn Goodmann ófrísk eftir Walker en Annie fyrirgaf það einnig eftir nokkra mánuði.
Á meðan þau voru í sundur hafði Walker leigt sér íbúð og fékk tvær vændiskonur heim til sín þegar útgöngubann var í Bretlandi vegna COVID-19.
Annie fyrirgaf Walker aftur og keypti hann 40 milljóna króna hring og bað hennar. Giftu þau sig skömmu síðar.
Walker er 32 ára enskur landsliðsmaður en Annie er þrítug.