fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
433Sport

Ein af vonarstjörnum Þýskalands hneig niður á hliðarlínunni

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 8. mars 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saido Bald­e, 14 ára leik­maður þýska liðsins HSV hneig niður í leik liðsins gegn SV Eichede á þriðju­dag. Greint er frá mála­vendingunum á þýska vef­miðlinum Bild.

Bald­e, sem er talinn mjög efni­legur knatt­spyrnu­maður, hefur verið að spila upp fyrir sig hjá HSV með undir 17 ára liði fé­lagsins. Hafði hann spilað 15 leiki með liðinu til þessa, skorað þrjú mörk og átt fjórar stoð­sendingar.

Leik­maðurinn hefur verið orðaður við stór­lið á borð við Borussia Dort­mund, Ben­fi­ca og Paris Saint-Germain.

Bald­e var að gera sig klárann í að koma inn á sem vara­maður í um­ræddum leik þegar að hann hneig niður á hliðar­línunni.

Lækna­t­eymi HSV fór strax að huga að honum og lá grunur um að hann hafi fengið floga­kast. Eftir að hafa fengið að­hlynningu á vellinum var hann í kjöl­farið fluttur á há­skóla­sjúkra­húsið Epp­endorf.

Líðan Bald­e er góð miðað við allt, hann eyddi að­fara­nótt mið­viku­dags á sjúkra­húsinu en fékk leyfi til þess að halda heim núna í morgun.

HSV mun í kjöl­farið vilja að leik­maðurinn gangist undir rann­sóknir áður en hann fær grænt ljós á að snúa aftur til æfinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nokkur fjöldi af samstarfsfólki neitar að vinna með honum – Sjáðu subbuleg skilaboð sem hann sendi á samstarfskonu

Nokkur fjöldi af samstarfsfólki neitar að vinna með honum – Sjáðu subbuleg skilaboð sem hann sendi á samstarfskonu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rýfur þögnina eftir að hafa losnað frá Manchester United

Rýfur þögnina eftir að hafa losnað frá Manchester United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Goðsögn Manchester United vill sjá Pogba snúa aftur

Goðsögn Manchester United vill sjá Pogba snúa aftur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Reyna að fá Trippier frá Newcastle

Reyna að fá Trippier frá Newcastle
433Sport
Í gær

KR sótti leikmann frá nágrönnunum

KR sótti leikmann frá nágrönnunum
433Sport
Í gær

Gagnrýndi frammistöðu hans í rúminu með athyglisverðri samlíkingu – Hann svarar nú fullum hálsi

Gagnrýndi frammistöðu hans í rúminu með athyglisverðri samlíkingu – Hann svarar nú fullum hálsi