Í tilefni að Alþjóðlegum baráttudegi kvenna bjó Barcelona til myndband með þeim Robert Lewandowski, leikmanni karlaliðsins og Maríu Leon, leikmanni kvennaliðsins.
Í myndbandinu les Lewandowski mörg af þeim ljótu skilaboðum sem leikmenn kvennaliðsins þurfa að sjá daglega fyrir það eitt að spila fótbolta.
Pólski framherjinn les skilaboð eins og „Farið aftur í eldhúsið“ og „kvennafótbolti er ekki alvöru fótbolti.“
„Það er erfitt að lesa þetta og heyra þetta,“ segir Lewandowski í mynbandinu.
Lewandowski bendir á hversu kraftmikil fyrirmynd eiginkona hans er og ræddi einnig dætur sínar, sem hann hvetur alla daga til að elta drauma sína.
„Við fáum svona skilaboð á hverjum degi, bara af því við erum konur,“ segir Leon.
„Við munum halda áfram að berjast fyrir réttindum okkar og erum með skýrt markmið. Við viljum að allar konur sem koma á eftir okkur geti komist enn lengra en við.“
Myndbandið í heild má sjá hér að neðan.
❝The limit depends on us. If we want to, we can.❞ 💪💜#IWD2023#InternationalWomensDay#LilaBarça pic.twitter.com/wOvdDeUzlL
— FC Barcelona (@FCBarcelona) March 8, 2023