Charles Watts, blaðamaður Goal í tengslum við málefni enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal, birtir í dag athyglisverða mynd á samfélagsmiðlinum Twitter frá æfingasvæði félagsins þar sem að hann var staddur í dag.
Á myndinni má sjá að búið er að koma merki Arsenal fyrir á jörðinni rétt fyrir utan aðalbygginguna á æfingasvæðinu, á því svæði sem leikmenn Arsenal þurfa að labba yfir til þess að komast út á æfingavöllinn sjálfan. Fyrir ofan merkið má sjá skilaboð:
„Æfið til að vinna (e.Train to Win).“
Watts segir þetta vera í fyrsta skipti sem hann hafi séð þetta á æfingasvæði Arsenal, svæði sem hann hefur oft heimsótt. Þetta sé merki um eitt af þeim smáatriðum sem hafi komið með knattspyrnustjóranum Mikel Arteta.
„Ég tók eftir þessu í dag. Lítill hlutur í stóra samhenginu en í takt við allar þessar smáu breytingar sem hafa komið með Arteta á æfingasvæði Arsenal. Leikmenn þurfa að labba yfir þetta áður en þeir komast út á æfingavöllinn á hverjum einasta degi.“
Arsenal er sem stendur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stiga forystu á Manchester City. Liðið á leik á morgun í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á útivelli gegn Sporting Lisbon.
Noticed this today. A small thing, but in keeping with the changes and small details Mikel Arteta has added at Colney. The players have to walk over it just as they step out onto the training pitches every day. pic.twitter.com/xupvjgpRmz
— Charles Watts (@charles_watts) March 8, 2023