fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
433Sport

Birtir mynd máli sínu til stuðnings: Varpar ljósi á athyglisverða breytingu á æfingasvæði Arsenal – „Þetta þurfa leikmenn að labba yfir“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 8. mars 2023 20:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Charles Watts, blaða­maður Goal í tengslum við mál­efni enska úr­vals­deildar­fé­lagið Arsenal, birtir í dag at­hyglis­verða mynd á sam­fé­lags­miðlinum Twitter frá æfinga­svæði fé­lagsins þar sem að hann var staddur í dag.

Á myndinni má sjá að búið er að koma merki Arsenal fyrir á jörðinni rétt fyrir utan aðal­bygginguna á æfinga­svæðinu, á því svæði sem leik­menn Arsenal þurfa að labba yfir til þess að komast út á æfinga­völlinn sjálfan. Fyrir ofan merkið má sjá skila­boð:

„Æfið til að vinna (e.Train to Win).“

Watts segir þetta vera í fyrsta skipti sem hann hafi séð þetta á æfinga­svæði Arsenal, svæði sem hann hefur oft heim­sótt. Þetta sé merki um eitt af þeim smá­at­riðum sem hafi komið með knatt­spyrnu­stjóranum Mikel Arteta.

„Ég tók eftir þessu í dag. Lítill hlutur í stóra sam­henginu en í takt við allar þessar smáu breytingar sem hafa komið með Arteta á æfinga­svæði Arsenal. Leik­menn þurfa að labba yfir þetta áður en þeir komast út á æfinga­völlinn á hverjum einasta degi.“

Arsenal er sem stendur á toppi ensku úr­vals­deildarinnar með fimm stiga for­ystu á Manchester City. Liðið á leik á morgun í 16-liða úr­slitum Evrópu­deildarinnar á úti­velli gegn Sporting Lisbon.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nokkur fjöldi af samstarfsfólki neitar að vinna með honum – Sjáðu subbuleg skilaboð sem hann sendi á samstarfskonu

Nokkur fjöldi af samstarfsfólki neitar að vinna með honum – Sjáðu subbuleg skilaboð sem hann sendi á samstarfskonu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rýfur þögnina eftir að hafa losnað frá Manchester United

Rýfur þögnina eftir að hafa losnað frá Manchester United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Goðsögn Manchester United vill sjá Pogba snúa aftur

Goðsögn Manchester United vill sjá Pogba snúa aftur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Reyna að fá Trippier frá Newcastle

Reyna að fá Trippier frá Newcastle
433Sport
Í gær

KR sótti leikmann frá nágrönnunum

KR sótti leikmann frá nágrönnunum
433Sport
Í gær

Gagnrýndi frammistöðu hans í rúminu með athyglisverðri samlíkingu – Hann svarar nú fullum hálsi

Gagnrýndi frammistöðu hans í rúminu með athyglisverðri samlíkingu – Hann svarar nú fullum hálsi