Fabio Paratici, yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham, vill fá Wojciech Szczesny til félagsins.
Það er Gazzetta dello Sport sem heldur þessu fram.
Szczesny, sem er 33 ára gamall, er á mála hjá Juventus. Þar starfaði Paratici áður og vill því nýta tengslin við sitt gamla félag til að fá pólska markvörðinn.
Samningur Szczesny við Juventus rennur út eftir næstu leiktíð og er möguleiki á eins árs framlengingu í honum.
Szczesny er fyrrum leikmaður Arsenal og væri sárt fyrir stuðningsmenn liðsins að sjá hann hjá erkifjendunum í Tottenham.
Það er þó ólíklegt að Szczesny sé á förum á næstunni. Hann kann afar vel við sig hjá Juventus og er lykilmaður.
Pólverjinn hefur áhuga á að ljúka ferlinum í Bandaríkjunum en er afar sáttur hjá ítalska stórveldinu í bili.