John Brooks verður dómari í leik Bournemouth og Liverpool næstu helgi í ensku úrvalsdeildinni.
Hann fær leikinn þrátt fyrir formlega kvörtun frá Nottingham Forest eftir leik liðsins um helgina gegn Everton.
Steve Cooper stjóri Nottingham var verulega ósáttur með frammistöðu Brooks og kvartaði undan honum fyrir umdeilda dóma.
Brooks fékk einnig á baukinn fyrir þremur vikum þegar hann var VAR dómari í leik Crystal Palace og Brighton.
Þar tók hann mark af Brighton með því að teikna línuna í VAR tæknina á vitlausan varnarmann Palace sem var ekki aftasti varnarmaður liðsins.