Blackpool harmar þetta sorglega atvik og vottar samúð sína í tilkynningu.
Kærasta Tony Johnson, knattspyrnustuðningsmanns sem lést um helgina eftir slagsmál á bar, hefur tjáð sig eftir atburðinn.
Tony var á sextugsaldri og mikill stuðningsmaður Blackpool. Liðið tók á móti Burnley í leik liðanna í ensku B-deildinni klukkan 15 á laugardag. Eftir leik fóru margir á Manchester-krána í Blackpool. Um klukkan 19 brutust svo út mikil slagsmál þar sem Tony hlaut áverkana sem hann lést af.
Bráðaliðar veittu honum skyndihjálp á staðnum en hann lést svo á spítala.
Um fimmtán manns tóku þátt í átökunum á Manchester-kránni. Tony hlaut þungt höfuðhögg.
Kærasta Tony er eðlilega niðurbrotin. Hún segir hann hafa verið besta vin sinn og sálufélaga.
„Tony var elskaður faðir, sonur, bróðir, frændi og afi,“ segir hún.
„Hjörtu okkar allra í fjölskyldunni eru brotin og lífið verður aldrei aftur eins.
Ég vil þakka læknum og sjúkraliðum fyrir að gera allt sem þau gátu fyrir manninn sem við elskum.“
Hún þakkar hlýjar kveðjur en biður um að fjölskyldunni sé sýnt næði á þessum erfiða tíma.
„Hvíldu í friði elskan mín. Góða drauma að eilífu.“
33 ára gamall karlamður er í haldi lögreglu og er grunaður um að hafa veitt Johnson áverkana sem leiddu til andlátsins.
Blackpool harmar þetta sorglega atvik og vottar samúð sína í tilkynningu.