Samkvæmt fréttum í erlendum miðlum voru það þrír leikmenn Manchester United sem Erik ten Hag var hvað ósáttastur með á sunnudag.
Líklega var hollenski stjórinn ekki ánægður með neinn leikmann í 7-0 tapinu gegn Liverpool sem er mikil niðurlæging fyrir Ten Hag og hans leikmenn.
Fichajes á Spáni segir að Ten Hag verið mest ósáttur með þá Diogo Dalot, Antony og Fred í leiknum á Anfield.
Fichajes gengur svo enn lengra í umfjöllun sinni og segir að Ten Hag sé byrjaður að velta því fyrir sér hvort hann eigi að selja Antony.
Antony kom til United frá Ajax síðasta sumar fyrir 85 milljónir punda en kantmaðurinn frá Brasilíu hefur ekki fundið takt sinn eins og vonir stóðu til.
United mætir Real Betis í Evrópudeildinni á fimmtudag og bíða margir spenntir eftir því hvernig lærisveinar Ten Hag svara fyrir tapið á sunnudag.