Í morgun birtist stórfrétt í enska götublaðinu The Sun af Harry Kane. Þar kemur fram að hjá Manchester United séu menn nokkuð bjartsýnir á að landa framherjanum. Til þess þyrfti þó eitt og annað að ganga upp.
Þar er talað um að æðstu menn United séu bjartsýnir á að geta landað Kane ef Tottenham mistekst að landa sæti í Meistaradeild Evrópu.
Tottenham vill 100 milljónir punda fyrir framherjann, þrátt fyrir að samningur hans renni út eftir næstu leiktíð. Eftir að hafa virkjað samtal við fulltrúa Kane í gegnum þriðja aðila eru stjórnarmenn United hins vegar bjartsýnir á að verðmiðinn verði lækkaður ef Tottenham nær ekki Meistaradeildarsæti.
Til gamans tók The Sun saman þrjú byrjunarlið sem Erik ten Hag gæti stillt upp ef United landar Kane.
Þar er einnig gert ráð fyrir að félaginu takist að ná í einhver af öðrum skotmörkum sínum. Frenkie de Jong, Jude Bellingham og Moises Caicedo hafa til að mynda verið orðaðir við Rauðu djöflanna.