Joao Cancelo er pirraður á stöðu mála hjá Bayern Munchen. The Sun segir frá.
Bakvörðurinn er hjá Bayern á láni frá Manchester City. Hann hafði átt í útistöðum við knattspyrnustjórann Pep Guardiola.
Cancelo fór vel af stað með Bayern en hann hefur hins vegar verið bekkjaður í síðustu tveimur leikjum vegna nýs leikkerfis.
Þá er talið ólíklegt að Cancelo byrji stórleikinn gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Um seinni leik liðanna er að ræða en Bayern leiðir 1-0 eftir fyrri leikinn í París.
Lánssamningur Cancelo við Bayern rennur út í sumar en svo getur félagið keypt hann á 70 milljónir punda.