Jamie Carragher fyrrum leikmaður Liverpool sparkaði í liggjandi mann í beinni útsendingu í kvöld, ef þannig má að orði komast.
Carragher var sérfræðingur hjá CBS í Bandaríkjunum yfir Meistaradeildinni í kvöld. Chelsea er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur á Borussia Dortmund á Stamford Bridge í kvöld.
Á sama tíma vann Benfica 5-1 sigur á Club Brugge og samanalgt 7-1 en Goncalo Ramos skorai tvö mörk Benfica í kvöld.
Í beina útsendingu hjá CBS mætti Carragher með 7Up flösku og sparkaði þar í liggjandi stuðningsmenn Manchester United.
Liverpool vann frækinn 7-0 sigur á United um helgina og vildi Carragher minna á það.