fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
433Sport

Rúnar tjáði sig um umræðu síðastliðinnar viku – „Ef KR er annars vegar er það fréttaefni“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. mars 2023 12:00

Rúnar Kristinsson. ©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Kristinsson er gestur í nýjasta þætti 433.is, sem sýndur er á Hringbraut öll mánudagskvöld. Fjármál KR hafa verið í umræðunni og voru þau tekin fyrir í þættinum.

Ársreikningur knattspyrnudeildar KR var opinberaður í síðustu viku. Þar kom í ljós 26 milljóna króna tap í rekstrinum.

„Ég held að þetta sé svona á hverju ári, hjá flest öllum félögum á Íslandi. Þetta er eilíf barátta,“ segir Rúnar.

„Ef KR er annars vegar er það fréttaefni. Því er alltaf slegið upp. Það eru fleiri félög á Íslandi sem eru að skila svipuðum tölum eða jafnvel meira tapi. Það þykir kannski ekkert sérstaklega fréttnæmt.“

Rekstur knattspyrnufélaga á Íslandi er erfiður og stundum þurfa menn að taka áhættur.

„Ef við náum ekki Evrópukeppni sjá menn fram á stórt gat. Menn eru stundum að taka smá sénsa og stefna á að vera í topp þremur. Þannig hefur þetta alltaf verið í KR,“ segir Rúnar, en KR hafnaði í fjórða sæti á síðustu leiktíð og verður því ekki í Evrópukeppni í ár.

Rúnar segir að KR geti ekki boðið leikmönnum sem koma til félagsins háar fjárhæðir og þurfi því að selja leikmönnum annars konar hugmyndir.

„Það sem hefur gert það að verkum að við erum aðeins seinni til að ná í leikmenn og finna þá leikmenn sem við viljum fá, það hefur að gera með hvað er til á markaðnum og hvað við getum gert. Í hvaða baráttu viljum við fara? Ég tel mig vera skynsaman mann og maður vill passa sig að við séum ekki að æða í of stóra bita sem við ráðum ekki við. Ég vil frekar fá leikmenn sem virkilega vilja koma í KR. Við getum ekki alltaf selt þeim hugmynd um háar fjárhæðir. Við viljum frekar selja þeim hugmynd um aðstöðu eða sögu félagsins.

Svo þegar önnur lið eru á undan að sækja stærstu bitana geta þau ekki endalaust fyllt á tankinn hjá sér. Leikmenn þurfa því líka að horfa í hvar mesti möguleikinn er á að fá að spila, þróast sem leikmenn. Þetta snýst ekki bara um peninga. Þú verður aldrei ríkur á því að spila fótbolta á Íslandi.“

Umræðuna, sem og þáttinn í heild, má sjá í spilaranum hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Æskudraumur rættist hjá Víkingi Heiðari í gær – „Þetta var yndislegt kvöld“

Æskudraumur rættist hjá Víkingi Heiðari í gær – „Þetta var yndislegt kvöld“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ronaldo útilokar alfarið að þetta gerist í framtíðinni

Ronaldo útilokar alfarið að þetta gerist í framtíðinni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Höskuldur og Björgvin Páll blanda sér í umræðuna um Brynjar Karl: „Ráðlegg fólki að minnka hlutdeild tímaveru sinnar í lágkúrulegri samfélagsumræðu fésbókarinnar“

Höskuldur og Björgvin Páll blanda sér í umræðuna um Brynjar Karl: „Ráðlegg fólki að minnka hlutdeild tímaveru sinnar í lágkúrulegri samfélagsumræðu fésbókarinnar“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja að KSÍ taki þátt í að borga tugmilljóna reikning

Vilja að KSÍ taki þátt í að borga tugmilljóna reikning
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta er sagður draumur Amorim fyrir næstu leiktíð – Fjórir leikmenn yrðu þá keyptir í byrjunarliðið

Þetta er sagður draumur Amorim fyrir næstu leiktíð – Fjórir leikmenn yrðu þá keyptir í byrjunarliðið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nánast tómt veskið hjá United fyrir sumarið og tveir lykilmenn eru til sölu

Nánast tómt veskið hjá United fyrir sumarið og tveir lykilmenn eru til sölu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Geir minnist Ellerts sem lést á dögunum með fallegum orðum – „Bað menn ekki tvisvar um sama verkið en tók neitun góða og gilda“

Geir minnist Ellerts sem lést á dögunum með fallegum orðum – „Bað menn ekki tvisvar um sama verkið en tók neitun góða og gilda“
433Sport
Í gær

Reyna að fá Trippier frá Newcastle

Reyna að fá Trippier frá Newcastle
433Sport
Í gær

Slot sáttur þó hópurinn hafi ekki verið styrktur

Slot sáttur þó hópurinn hafi ekki verið styrktur
Hide picture