Darwin Nunez hefur staðið sig vel fyrir Liverpool undanfarið eftir að hafa farið hægt af stað á tímabilinu. Jurgen Klopp hefur alltaf haft trú á honum.
Úrúgvæinn gekk í raðir Liverpool í sumar frá Benfica. Kaupverðið gæti farið upp í allt að 100 milljónir evra.
„Það efaðist enginn um hvaða áhrif Darwin Nunez gæti haft þegar hann væri búinn að aðlagast,“ segir Klopp.
Nunez hefur nú skorað 14 mörk í 31 leik í öllum keppnum með Liverpool á leiktíðinni.
„Hann er sannkallað náttúruundur.“
Nunez skoraði tvö mörk fyrir Liverpool í ótrúlegum 7-0 sigri á Manchester United um helgina.
Liðið er að vakna til lífsins og er komið í hörkubaráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.