Chelsea er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur á Borussia Dortmund á Stamford Bridge í kvöld.
Dortmund hafði unnið fyrri leikinn 1-0 en enska stórliðið fann vopn sín í kvöld og fór áfram.
Raheem Sterling skoraði eina markið í fyrri hálfleik, enski sóknarmaðurinn byrjaði á að hitta ekki boltann en gafst ekki upp og skoraði laglegt mark.
Chelsea fékk umdeilda vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Boltinn fór þá í hönd varnarmanns Dortmund en eftir ítarlega skoðun í VAR skjánum var vítaspyrna dæmd.
Kai Havertz steig á punktinn en vítaspyrna hans endaði í stönginni. Havertz fékk hins vegar að endurtaka spyrnuna þar sem varnarmenn Dortmund höfðu hlupið inn í teiginn. Havertz fór aftur á punktinn og var ískaldur og skoraði.
Þetta dugði Chelsea til þess að fara áfram og sigurinn gefur Graham Potter byr í seglin í starfi.
Á sama tíma vann Benfica 5-1 sigur á Club Brugge og samanalgt 7-1 en Goncalo Ramos skorai tvö mörk Benfica í kvöld.