Wout Weghorst framherji Manchester United segir það ekki rétt að hann hafi verið að snerta merki Liverpool fyrir niðurlæginguna á laugardag. Weghorst er ekki vinsælasti leikmaðurinn hjá stuðningsmönnum Manchester United eftir að myndband fyrir leik liðsins við Liverpool um helgina fór í dreifingu.
Eins og flestir vita vann Liverpool ótrúlegan 7-0 sigur á United á sunnudag. Wout er mjög umdeildur á meðal stuðningsmanna United en margir telja hann langt því frá nógu góðan til að spila fyrir félagið, hann kom á láni frá Burnley í janúar.
Fyrir leik voru leikmenn að ganga frá búningsherbergjum sínum og virtist Weghorst að snerta Liverpool-merkið fræga á Anfield. Þar stendur: Þetta er Anfield.
Weghorst???🤣🤣🤣 pic.twitter.com/brEdW4oqaW
— george (@StokeyyG2) March 7, 2023
Þetta fór illa í stuðningsmenn United en hollenski sóknarmaðurinn segir þetta ekki vera rétta sögu. „Venjulega svara ég ekki umfjöllun fjölmiðla en í þetta skiptið er það mikilvægt því stuðningsmenn United eru mér svo mikilvægir,“ sagði Wout.
Hann segir málið varða samlanda sinn, Virgil van Dijk.
„Úr verkefnum landsliðsins þá veit ég að Virgil snerti alltaf merkið og ég reyndi að stöðva hann í að snerta það til að pirra hann fyrir leik.“
Yfirlýsing framherjans er í heild hér að neðan.