Georgina Rodriguez sýndi aðdáendum sínum rándýrt safn sitt af hælaskóm á samfélagsmiðlum.
Rodriguez, sem er kærasta Cristiano Ronaldo, er afar vinsæl og með hátt í 50 milljónir fylgjenda á Instagram.
Það er nóg til hjá parinu og finnst Georginu ekki leiðinlegt að versla sér skó.
Hún deildi nú svakalegu safni sínu með aðdáendum.
Ronaldo er nú á mála hjá Al-Nassr í Sádi-Arabíu. Hann hefur farið frábærlega af stað.
Portúgalinn yfirgaf Manchester United fyrir áramót eftir umdeilt viðtal við Piers Morgan, þar sem allt var látið flakka.