Manchester United er að færa skrifstofur sínar í London og félagið leggur nú meiri áherslu á það að lykilstarfsmenn starfi í Manchester.
Ed Woodward fyrrum stjórnarformaður Manchester United var mest á skrifstofu félagsins í London sem hefur verið í Mayfair hverfinu.
Félagið borgaði eina milljón punda í leigu en félagið færir sig nú í nýtt rými í Keningston hverfinu en samkvæmt Daily Mail er leigan þar ódýrari.
Richard Arnold sem stýrir nú rekstrinum er búsettur í úthverfi Manchester og er mest á skrifstofu sinni á Old Trafford.
Þá hefur John Murtough yfirmaður knattspyrnumála aðsetur á æfingasvæði félagsins á Carrington en félagið vill leggja meiri áherslu á starfsemi sína í Manchester.
Félagið telur þó mikilvægt að vera með skrifstofu í London til þess að vera í nánari samskiptum við fjársterka styrktaraðila félagsins.