Það er talið líklegt að Arsenal muni á ný reyna að fá Moises Caicedo frá Brighton í sumar.
Arsenal reyndi hvað það gat til að krækja í miðjumanninn í janúar en allt kom fyrir ekki.
Að lokum gekk Jorginho þess í stað í raðir Skyttanna frá Chelsea.
Ítalinn er þó enginn langtímalausn og vill Mikel Arteta enn fá hinn öfluga Caicedo á miðjuna hjá sér.
Það verður þó ekki ódýrt. Brighton hafnaði 70 milljóna punda tilboði Arsenal í janúar.
Þá gæti félagið fengið samkeppni um Caicedo. Chelsea, Manchester United og Liverpool eru öll talin hafa augastað á leikmanninum.