Wout Weghorst er ekki vinsælasti leikmaðurinn hjá stuðningsmönnum Manchester United eftir að myndband fyrir leik liðsins við Liverpool um helgina fór í dreifingu.
Eins og flestir vita vann Liverpool ótrúlegan 7-0 sigur á United á sunnudag.
Mohamed Salah fór á kostum í leiknum og gerði tvö mörk, sem og Darwin Nunez og Cody Gakpo. Roberto Firmino skoraði þá eitt mark.
Fyrir leik voru leikmenn að ganga frá búningsherbergjum sínum og ákvað Weghorst að snerta Liverpool-merkið fræga á Anfield. Þar stendur: Þetta er Anfield.
Yfirleitt eru aðeins leikmenn Liverpool sem gera þetta. Liðin eru erkifjendur og athæfi Weghorst því ekki vinsælt.
Atvikið má sjá hér að neðan.
Weghorst???🤣🤣🤣 pic.twitter.com/brEdW4oqaW
— george (@StokeyyG2) March 7, 2023