Það vakti athygli í leik Liverpool og Manchester United í gær þegar Bruno Fernandes stjakaði við aðstoðardómara.
United heimsótti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og tapaði 7-0 í ótrúlegum leik.
Á einum tímapunkti í leiknum var reynt að halda aftur af Fernandes eftir viðskipti við Trent Alexander-Arnold.
Í kjölfarið ýtti fyrirliði United í leiknum við aðstoðardómaranum sem átti í hlut.
Fyrrum dómarinn Dermot Gallagher ræddi atvikið á Sky Sports.
„Ég hef blendnar tilfinningar gagnvart þessu. Þú vilt ekki að leikmaður grípi í dómara en ég myndi segja að dómarinn hafi gert það í meiri mæli við Bruno á undan.“
Gallagher segir þetta breyta atvikinu og ástæða þess að Fernandes var ekki refsað.
„Ég styð þetta ekki en dómarinn er í erfiðri stöðu. Ef hann hefði gert mikið úr þessu hefði Fernandes geta sagt að dómarinn hafi gripið í hann á undan.“
Gallagher telur ekki sniðugt af aðstoðardómaranum að hafa gripið í Fernandes. Hann hrósar hins vegar aðaldómara leiksins fyrir viðbrögð sín við atvikinu.
„Hann gerði mjög vel. Hann talaði við Fernandes og kom skilaboðunum áleiðis án þess að neinn tæki eftir því. “