Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United hefur fengið á sig mikla gagnrýni, meðal annars frá fyrrum fyrirliðum félagsins, eftir 7-0 skellinn sem Manchester United fékk gegn erkifjendum sínum í Liverpool í gær.
Margir eru ósáttir með athæfi Fernandes innan vallar í í pistli sem birtist á vef Daily Mail núna í morgunsárið fer Chris Sutton, blaðamaður miðilsins ekki mjúkum höndum um leikmanninn.
„Bruno Fernandes, hneigðu þig fyrir eina verstu frammistöðu sem ég hef séð hjá leikmanni í ensku úrvalsdeildinni, klárlega verstu frammistöðu sem ég hef séð hjá fyrirliða í deildinni.“
Sutton listar þá upp allt það sem honum fannst að leik Bruno í fær.
„Hann ýtti við aðstoðardómaranum, lét eins og nef sitt hefði sprungið er hann fékk högg á bringuna, tók dýfuna og reyna að fá vítaspyrnu dæmda á Alisson, neitaði að elta uppi Stefan Bajetic komst fram hjá honum. Hann veifaði höndum upp í loft þegar að Erik ten Hag skipti honum ekki af velli.“
Ekkert í frammistöðu Fernandes hafi gefið til kynna að þarna væri atvinnumaður í íþróttinni á ferð.
„Þetta minnti helst á pirrandi barn.“
Sutton myndi ekki vera ósammála því ef fyrirliðabandið yrði tekið af leikmanninum.
„Paulo Di Canio fékk 11 leiki árið 1998. Ég yrði ekki ósammála sambærilegri ákvörðun núna ef Fernandes yrði refsað. Þetta var skammarlegt og vandræðalegt, óvirðing.
Nógu slæmt er það nú þegar að Liverpool er að tæta þig í sundur en þegar að þú sérð leikmanninn með fyrirliðabandið pirrast út í Ten Hag fyrir að skipta sér ekki af velli. Er hann í raun leiðtoginn sem allir aðrir eiga að fylgja?“