Það er gleði í herbúðum Liverpool í dag eftir 7-0 sigur liðsins á erkifjendum sínum í Manchester United í gær.
Hinn uppaldi Trent Alexander-Arnold var í skýjunum eftir leik og tók „selfi“ í göngunum á Anfield.
Stuðningsmenn Liverpool eru ansi spenntir eftir myndbirtingu Trent og þá staðreynd að einn eftirsóttasti bitinn á markaðnum, Jude Bellingham smellti læk á hana.
Vitað er að Liverpool vill festa kaup á Bellingham frá Borussia Dortmund í sumar og svona sigur gæti hjálpað félaginu að klófesta hann.
Trent og Jude eru miklir vinir en þeir hafa átt gott samband í enska landsliðinu.